7.3 C
Selfoss

Selfoss mætir Stjörnunni í bikarúrslitunum

Vinsælast

Kvennalið Selfoss dróst á móti Stjörnunni í fjögurra liða úrslitum Coca Cola bikarsins en dregið var í hádeginu í dag. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Haukar og Fram. Bikarhelgin verður í Laugardalshöll 23.–25 febrúar næstkomandi.

Leikir Selfoss og Stjörnunnar, annars vegar og Hauka og Fram hins vegar, fara fram fimmtudaginn 23. febrúar.

Hjá körlunum eigast við föstudaginn 24. febrúar annars vegar Valur og FH og hins vegar Haukar og Afturelding.

Úrslitaleikir bæði karla og kvenna fara svo fram laugardaginn 25. febrúar og að sjálfsögðu í Höllinni.

Selfyssingar munu án efa safna liði á undanúrslitaleikinn og lita stúkuna vínrauða. Vonandi hjálpar það til við að komast í sjálfan úrslitaleikinn.

Nýjar fréttir