1.7 C
Selfoss

Framkvæmdir við Grænumörk á Selfossi hafnar

Vinsælast

Síðastliðinn föstudag var tekin skóflustunga að nýrri félagsmiðstöð og dagdvöl eldri borgara við Grænumörk á Selfossi. Auk nýju tengibyggingarinnar verða byggðar 28 íbúðir sem verða seldar á almennum markaði.

Austurbær fasteignafélag ehf. stendur að byggingunum í samvinnu við Jáverk ehf. Sveitarfélagið hefur fest kaup á húsnæðinu undir félagsmiðstöðina og dagdvölin en starfsemin verður á tveimur hæðum og er um 960 fermetrar að stærð. Kaupverð er 492,7 milljónir króna.

Að sögn Leós Árnasonar hjá Austurbæ fasteignafélagi verða byggðar í fyrsta áfanga 28 íbúðir sem verða seldar á almennum markaði. Þetta verða íbúðir frá 85 fermetrum að stærð og upp 130 fermetra. Hverri íbúð fylgir bílastæði í bílakjallara. Íbúðirnar munu fara í sölu í lok þessa árs.

Framkvæmdir hófust núna í vikunni, en áætlað er að félagsmiðstöðin verði tilbúin í maí á næsta ári. Íbúðirnar verða síðan afhentar í nóvember 2018.

Þetta er fyrsti áfangi í framkvæmdum á lóðinni Austurvegur 51–59. Framkvæmdir við seinni áfanga hefjast á næsta ári en í þeim áfanga verða byggðar 25–30 íbúðir.

Hér má sjá hvernig tengibyggingin og nýju íbúðirnar koma til með að líta út.
Hér má sjá hvernig tengibyggingin og nýju íbúðirnar koma til með að líta út.

Nýjar fréttir