8.9 C
Selfoss

Lopabekkurinn í Vallaskóla

Vinsælast

Nemendur í 7. HST í Vallaskóla á Selfossi hlutu á bóndadaginn titilinn Lopabekkurinn. Að sögn Bryndísar Sveinsdóttur stuðningsfulltrúa eru krakkarnir gríðarlega metnaðarfullir þegar kemur að sérstökum dögum eins og til dæmis bleikum degi og öskudegi ásamt fleirum álíka dögum. Verðlaunin voru ekki af verri endanum. Fengu krakkarnir að fara fremst í röðina í mötuneytinu í hádeginu þar sem þau gæddu sér á slátri með bestu lyst.

Nýjar fréttir