-0.5 C
Selfoss

Unnið við myndavef NEMEL

Vinsælast

Eftir því sem færi gefst, er unnið við að skanna, vinna, merkja og flytja myndir úr skólalífinu á öllum tímum inn á myndavef NEMEL, nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. Verkefnip er í höndum Páls M. Skúlasonar. Slóðin á þennan vef er: http://nemel.ml.is/myndasafn/.

„Það eru auðvitað forréttindi að fá að vinna að þessu verkefni, en nú eru komnar þarna inn um 1700 myndir og verkið í raun ekki langt komið enn. Ég hef áður kallað eftir að gamlir ML-ingar, aðallega þeir sem eiga myndir frá 1975 til um 2000, sendi mér myndir frá dýrðartíma sínum í skólanum. Ég kalla enn eftir myndefni frá þessum tíma,“ segir Páll.

Þegar búið er að smella á hlekkinn inn á síðuna er hægt að leita á vefnum eftir árum (t.d. ML2002) og nöfnum. Myndirnar eru grófflokkaðar þannig að t.d. eru allar myndir sem teknar hafa verið í kringum leiksýningar, í sérstökum flokki.

„Þessa dagana er ég að byrja á fyrstu myndum í safninu sem eru rafrænar, en þær eru frá skólaárinu 2001–2. ML-ingar á öllum tímum: sameinumst nú um að sjá til þess að ekkert skólaár verði útundan í þessu safni.“

Nýjar fréttir