1.1 C
Selfoss

Fjölþætt heilsurækt fyrir 60 ára og eldri í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Verið er að hleypa af stokkunum spennandi verkefni í Rangárþingi eystra. Verkefnið kallast „Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 60+“. Þeir sem standa að verkefninu eru tveir nemendur sem búsettir eru á Suðurlandi þær Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir. Þær stunda meistaranám á sviði íþróttakennslu og íþróttafræða við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Dr. Janus Guðlaugsson, lektor er leiðbeinandi og umsjónarmaður verkefnisins. Einnig styrkir Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands verkefnið.

Sveitarfélagið tekur þátt í þessu verkefni, m.a. með nýtingu á Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli og með ýmsum öðrum hætti. Enginn þátttökukostnaður er hjá íbúum sveitarfélagsins sem eru fæddir 1957 og fyrr, nema íþróttafatnaður og hugsanlega púlsúr ef fólk vill fylgjast með hjartslætti meðan á íþróttaiðkun stendur. Lögð er áhersla á þol- og styrktarþjálfun samhliða liðkandi æfingum og ráðgjöf um næringu.

Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir standa að verkefninu. Dr. Janus Guðlaugsson, lektor er leiðbeinandi og umsjónarmaður verkefnisins.
Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir standa að verkefninu. Dr. Janus Guðlaugsson, lektor er leiðbeinandi og umsjónarmaður verkefnisins.

Viðfangsefni verkefnisins er forvarnarstarf og heilsuefling á sviði líkams- og heilsuræktar. Markmiðið er að bæta afkastagetu hinna eldri, auka þol þeirra og styrk og auka hreyfifærni með markvissri þjálfun. Markmiðið er að kanna líkamsástand þátttakenda í upphafi verkefnisins og að 12 vikna þjálfun lokinni. Stefnt er að því að hinir eldri verði almennt hraustari, bæði andlega og líkamlega og takist lengur á við athafnir daglegs lífs og geti að  öllum líkindum búið lengur í sjálfstæðri búsetu.

Í verkefninu er fylgt helstu ráðleggingum Lýðheilsustöðvar og alþjóðlegra heilbrigðissamtaka um hreyfingu og heilsusamlegt mataræði.
Sveitarfélagði Rangárþing eystra er fyrsta sveitarfélag í landinu til þess að taka þátt í verkefni sem þessu. Sveitarstjóri hvetur sem alla íbúa sem áhuga og hafa tök á að nýta sér þetta spennandi tækifæri. Ef vel gengur heldur verkefnið væntanlega áfram. Við höfum byggt upp mjög góða aðstöðu til líkamsræktar og ég hvet íbúa, unga og aldna til þess að nýta hana sem mest. Máltækið „heilbrigð sál í hraustum líkama“ á svo sannarlega enn við.

Nýjar fréttir