10 C
Selfoss

Nýr og endurbættur vefur DFS.is

Vinsælast

Nýr og endurbættur fréttavefur DFS.is hefur verið opnaður. Vefurinn hefur m.a. verið gerður aðgengilegri og einfaldari í útliti. Viðmót vefsins fyrir farsíma hefur einnig verið bætt til muna enda margir sem heimsækja vefinn úr farsímum sínum.

Vefurinn er rekinn samhliða Dagskránni og er markmið hans að bjóða fjölbreyttar sunnlenskar fréttir ásamt því að birta fasta liði úr blaðinu, eins og prjónuuppskriftir, matgæðinginn o.fl. Einnig verða á síðunni myndasöfn frá ýmsum viðburðum og mannamótum á Suðurlandi.

Þeir sem hafa áhuga geta sent efni eða ábendigar um áhugavert efni í gegnum vefinn. Góðar myndir og myndasöfn eru alltaf vel þegin bæði á DFS.is og í Dagskrána.

Í tilefni opnunarinnar verður sértilboð á birtum auglýsingum út febrúar 2017. Vinsamlegast hafið samband við auglýsingadeild á auglysingar@dfs.is eða í síma 482 1944.

Facebook-leikur hefur verið settur af stað í samstarfi við Árvirkjann í tilefni opnunar nýja vefsins. Er fólk hvatt til að heimsækja facebook-síðu DFS.is og taka þátt. Til mikils er að vinna.

 

Nýjar fréttir