11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Bílvelta við Sandfell í Öræfum

Bílvelta við Sandfell í Öræfum

0
Bílvelta við Sandfell í Öræfum

Bíll valt út af Suðurlandsvegi við Sandfell í Öræfum um kl. 16:00 í gær. Tveir voru í bílnum og virðist annar hafa kastast úr úr honum við veltuna. Hann er með áverka á höfði auk þess að vera, líkt og ferðafélaginn, skorinn og marinn víða um líkamann.

Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum komu fyrstir á vettvang en í framhaldi af því sjúkrabíll frá Kirkjubæjarklaustri og annar frá Höfn. Óskað var aðstoðar þyrlu LHG vegna slyssins og er hún á leið austur. Snjóþekja er á vegi og hált.

Frétt af facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.