6.1 C
Selfoss

100 lauf

0
100 lauf

Fyrir um 4 árum var uppskrift frá Hannyrðabúðinni birt  í Dagskránni í fyrsta sinn. Síðan þá hafa nýjar hug­myndir birst aðra hverja viku og hér kemur sú hundraðasta!

Margir fylgjast spenntir með og safna jafnvel öllum, en skoða má myndir af hug­myndunum á facebook síðunni okkar og einnig er hægt að fá hjá okkur ljósrit af uppskriftunum. Við erum afar þakklátar þeim góðu við­tökum sem við höfum fengið vítt og breitt um landið.

Í tilefni af þessum merkisviðburði er við hæfi að bjóða upp á aðeins flóknara verkefni en venjulega. Síð og útvíð peysa eða kjóll með útprjóni sem er gert með laufabrauðsskurð að fyrirmynd. Því mætti vel kalla þetta eðal jólapeysu þó útlitið sé alltaf sígilt. Garnið í peysunni heitir Zenta og er frá Permin, blanda af ull og silki og þarf 8 dokkur í peysuna. Það er fallega yrjótt og mjúkt og er til í nokkrum mjög fallegum litum.

Uppskriftin er fyrir brjóstvídd 90 sm eða small.
Prjónar nr. 4, heklunál nr. 3.5. Prjónafesta 20 lykkjur = 10 sm.

Hér er fyrri hluti uppskriftarinnar, sá síðari verður birtur eftir 2 vikur.

Bolur: Fitjið upp 272 lykkjur og prjónið sl fram og til baka 4 umferðir. Þá eru komnir 2 garðar. Tengið saman í hring og prjónið 2 umferðir sl. Síðan er byrjað að prjóna eftir munstri 1. Setjið prjónamerki við upphaf hvers munsturhluta og flytjið þau upp eftir því sem verkið gengur. (Athugið að á teikningunni eru aðeins þær umferðir sem eru með munsturprjóni, sjá númer til hliðar við munstur, aðrar umferðir eru prjónaðar með sl prj.) Þegar munstur 1 er búið eiga að vera 184 l á prjóninum og síddin u.þ.b. 52 sm.

Ermar: Fitjið upp 46 l og prj fyrstu 6 umferðirnar eins og á bol. Setjið merki við upphaf umferðar til að sjá hvar á að auka út og á miðjan prjóninn þar sem munstur 2 er prjónað upp alla ermina.
Aukið er út um 2 l sína hvoru megin við upphaf um­ferðar í 6. hverri umf alls 16 sinnum. Þá eiga að vera á prjóninum 78 l. Prj áfram þar til ermin er 46 sm löng (berið við hand­legg). Setjið 10 lykkjur á hjálpar­band og gangið úr skugga um að jafn margar lykkjur séu að munsturrönd báðu megin. Prjónið hina ermina eins.

Hönnun: Alda Sigurðardóttir