7.1 C
Selfoss
Home Fréttir Mílumenn styrkja hópinn fyrir veturinn

Mílumenn styrkja hópinn fyrir veturinn

0
Mílumenn styrkja hópinn fyrir veturinn
Örn Þrastarson, Atli Kristinsson og Rúnar Hjálmarsson.
Örn Þrastarson, Atli Kristinsson og Rúnar Hjálmarsson.

Nýlega gekk Íþróttafélagið Mílan á Selfossi frá samningum við nokkra leikmenn fyrir komandi átök í Grill 66 deildinni í handbolta en keppni í deildinni sem hefst í september.

Atli Kristinsson framlengdi samning sinn við Míluna til 2019. Atli er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi og hefur gengt lykilhlutverki í sókn og vörn. Einnig barst félaginu liðsstyrkur frá handknattleiksdeild Selfoss en þaðan koma Örn Þrastarson og Rúnar Hjálmarsson á láni. Örn og Rúnar hafa báðir spilað í grænu áður með góðum árangri.

Magnús Már Magnússon og Sverrir Andrésson.

Magnús Már Magnússon og Ársæll Einar Ársælsson skrifuðu báðir undir samning til 2019. Magnús hefur spilað með Mílunni frá stofnun félagsins og hefur verið lykilleikmaður fyrir félagið. Ársæll er ein af öflugustu skyttum deildarinnar. Sverrir Andrésson markmaður skrifaði undir samning til 2018. Sverrir hefur verið einn af betri markvörðum 1. deildarinnar og verið í Mílunni nánast frá stofnun.

Ársæll Einar Ársælsson.