3.4 C
Selfoss

Kira Kira kemur fram í Strandarkirkju

Vinsælast

Tónlistar- og kvikmyndagerðarkonan Kira Kira kemur fram á Tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju nk. sunnudag kl. 14. Með henni koma fram Hljómgervill (Sveinbjörn Thorarensen) sem leikur á orgel og Arnljótur Sigurðsson sem leikur á flautur og bassa.

Yfirskrift tónleikanna er Unaðsdalur í Englavík en í vor kom út sjötta hljóðversskífa Kiru Kiru sem ber heitið Unaðsdalur og munu þau flytja m.a. tónlist af þeirri plötu.
Kira Kira hefur einnig gefið út þrjár hljómplötur með eigin kvikmyndatónlist og samstarfsplötur og alls hafa tíu hljómplötur komið út með henni í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Kira hefur haldið útgáfutónleika á plötunni í Mengi og í Philosophical Research Society í Los Angeles í apríl sl. þar sem hún frumsýndi einnig stuttmynd sína Eldingar eins og við. Tónlist Kiru er kærleiksrík og einlæg og Unaðsdalur fjallar einmitt um að nálgast lífið og tónlistina með opnu hjarta.

Miðasala er við innganginn. Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Nýjar fréttir