12.3 C
Selfoss

Endurhönnun Sigtúnsgarðs á Selfossi

Vinsælast

Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að hefja undirbúning fyrir endurhönnun Sigtúnsgarðs á Selfossi. Markmiðið er að auka notagildi garðsins fyrir íbúa og gesti, sérstaklega með tilliti til hátíðarhalda og tenginga við nýjan miðbæ Selfoss. Til að ná þessu verður stofnaður samráðshópur hagaðila til að vinna með hönnuðum.

Breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss, samþykktar í júní 2023, kalla á endurskoðun á hönnun garðsins. Áhersla verður lögð á samræmingu við hátíðarhöld og nýjar tengingar, þar á meðal stækkun á svokallaðri „söngskál“, staðsetningu hátíðartjalds og leiktækja.

Sigtúnsgarður er strategískt staðsettur og mikilvægur fyrir menningar- og félagslíf Selfoss. Ný hönnun á að stuðla að aukinni nýtingu garðsins utan hátíða. Bæjarráð hefur falið mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar að útbúa tillögu að útboði eða verðkönnun fyrir hönnunina ásamt kostnaðaráætlun. Markmiðið er að hönnuðurinn geti hafið vinnu í lok sumars með endanlega hönnun tilbúna fyrir árslok.

Öryggisgirðing utan um framkvæmdir í miðbæ Selfoss

Framkvæmdir við miðbæ Selfoss eru í fullum gangi, þar sem verið er að reisa verslunar- og þjónustuhús meðfram Eyravegi og bílastæðahús þar fyrir aftan. Næsti áfangi felur í sér gatnagerð frá Kirkjuvegi að Sigtúni og byggingar meðfram nýja bílastæðahúsinu og fyrir aftan Austurveg 2A (Pakkhúsið). Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu um öryggisgirðingu utan um framkvæmdasvæðið og bíður hún, þegar þetta er ritað, afgreiðslu í bæjarstjórn 26. júní.

Öryggisgirðingin, sem hefur verið talsvert rædd, er nauðsynleg að kröfu byggingafulltrúa til að tryggja öryggi vegfarenda. Framkvæmdaaðili mun einnig útbúa gönguleið úr Sigtúnsgarðinum meðfram girðingunni að Kirkjuvegi til að auðvelda aðgengi vegfarenda á framkvæmdatímanum.

Á myndinni má sjá hvernig áætluð staðsetning öryggisgirðingar liggur utan um framkvæmdasvæðið (blá lína) og síðan gönguleiða (rauð lína).

Nýjar fréttir