8.9 C
Selfoss

Hafnartún rifið

Vinsælast

Mánudaginn 10. júní sl. var Hafnartún á Selfossi rifið, en húsið gereyðilagst eftir íkveikju í mars sl. Borgarverk sá um framkvæmdina.

Hafnartún, sem var einstaklega fallegt hús á tveimur hæðum með kjallara og háalofti, var flutt tilsniðið til Íslands frá Svíþjóð árið 1946 og staðsett í miðbæ Selfoss. Húsið var bústaður kaupfélagsstjóra Kaupfélagsins Hafnar í áratugi, sá fyrsti þeirra Sigurður Óli Ólason, alþingismaður og oddviti Selfosshrepps með meiru.

Til stóð að Hafnartún yrði nýtt við áframhaldandi uppbyggingu miðbæjar Selfoss, en samkvæmt Leó Árnasyni, stjórnarformanni Sigtúns Þróunarfélags, stendur nú til að endurreisa Hafnartún í upprunalegri mynd.

Meðfylgjandi myndir tók Helga Guðrún Lárusdóttir, blaðamaður Dagskrárinnar.

Nýjar fréttir