8.9 C
Selfoss

Listasafn Árnesinga fær styrk frá Barnamenningarsjóði

Vinsælast

Listasafn Árnesinga fékk styrk upp á 4 milljónir sem við erum mjög þakklát fyrir. Nú getur safnið unnið að sérverkefni með ungu fólki í Árnessýslu í verkefninu Hringrásir. Verkefnið snýst um að veita yngri kynslóðum í sýslunni tækifæri við að móta framtíðarsýn Listasafns Árnesinga og koma sínum hugmyndum og þekkingu á framfæri og hafa áhrif á stofnun sem sinnir listum og menningu. Áhersla er á lýðræðislega nálgun og valdeflingu barna og unglinga og veita þeim vettvang til skapandi hugsunar. Einnig mun safnið bjóða elstu bekkjum grunnskóla í Árnessýslu að heimsækja sýninguna Hringrásir haustið 2024, sýningin er með áherslu er á listir, náttúru og vísindi og fá nemendur að hitta listamenn og vísindamenn sem ræða saman um innihald sýningarinnar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra og Guðný Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Barnamenningarsjóðs, ávörpuðu gesti og greindu frá úthlutun. „Það er blómlegt framundan í barnamenningu og gleður mig ósegjanlega mikið að sjá hversu margar umsóknir bárust,“ sagði Lilja. Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður árið 2018 í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Hlutverk hans er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.. Úthlutunin fyrir árið 2024 var tilkynnt við athöfn í Safnahúsinu á degi barnsins, sunnudaginn 26. maí og Alda Rose verkefnastjóri fræðslu tók á móti styrknum fyrir hönd safnsins.

Listasafn Árnesinga

Nýjar fréttir