8.9 C
Selfoss

Sjö hjúkrunarfræðingar við HSU luku sérnámi í heilsugæsluhjúkrun

Vinsælast

Nýverið lauk hópur hjúkrunarfræðinga á HSU sérnámi í heilsugæsluhjúkrun frá Háskólanum á Akureyri.

Markmið námsins er að efla sjálfstæði hjúkrunarfræðinga í starfi og styrkja fyrir þverfaglega teymisvinnu ásamt því að þekkja skipulag almannavarna vegna náttúruhamfara og útbreiðslu smitsjúkdóma. Hlutverk heilsugæslunnar er skoðað út frá samfélagslegri ábyrgð hennar í þeim tilgangi að efla færni hjúkrunarfræðinga í að vinna að þróun og framgangi heilsugæslunnar innan samfélagsins.

Starf hjúkrunarfræðinga með sérnám verður sífellt mikilvægara í heilsuvernd. Má þar nefna mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun og heilsueflandi móttökur. Sérþekking hjúkrunarfræðinga nýtist vel til markvissra forvarna og heilsueflingar. Þeir stuðla að bættum gæðum hjúkrunar í samvinnu við stjórnendur og aðra starfsmenn í samræmi við sýn og stefnu hjúkrunar á stofnuninni. Anna Guðríður Gunnarsdóttur er lærimeistari hópsins hjá HSU.

Anna Guðríður Gunnarsdóttur er lærimeistari hópsins hjá HSU og hefur haldið vel utan nemana sína og á hrós skilið.

HSU

Nýjar fréttir