5.6 C
Selfoss

Sigurður Fannar Íslandsmeistari í júdó

Vinsælast

Í maímánuði voru haldin Íslandsmeistaramót yngri og eldri í júdó. Þar eignaðist Umf. Selfoss nýjan Íslandsmeistara í +100 kg flokki. Sigurður Fannar Hjaltason gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk á stórglæsilegum köstum. Fylgir Sigurður þar með eftir flottri frammistöðu frá vormótinu í ár þar sem hann tók annað sætið í sínum flokki.

Egill Blöndal og Breki Bernharðsson tóku silfrið í sínum flokkum.

Á móti yngri flokka tóku Mikael Kári Ibsen Ólafsson, Gestur Ingi Maríarsson og Styrmir Hjaltason allir silfrið í undir 18 ára flokki og Mikael og Styrmir þriðja sætið í undir 21 árs flokki í sínum þyngarflokkum. Óðin Þór Ingason og Aron Logi Daníelsson hrepptu einnig þriðja sætið í sínum flokkum.

Nýjar fréttir