7.3 C
Selfoss

Fórna sér!

Vinsælast

Á vorhátíðinni Fjör í Flóa sem fram fór um síðustu helgi afhenti Helena Hólm úr umhverfis- og samgöngunefd Flóahrepps verðlaun fyrir myndasamkeppnina „Flóaplokk 2024″.

Nefndin valdi myndina „Fórna sér!“ sem sigurvegara í ár en á myndinni er Brynhildur Katrín Franzdóttir í Ölvisholti að plokka rusl og nokkuð ljóst af myndinni að dæma að Brynhildur fórnar sér fyrir málefnið. Halla Kjartansdóttir, móðir Brynhildar tók myndina.

Í tilkynningu frá Flóahreppi segir að fjölmargar skemmtilegar myndir hafi borist frá plokkdeginum þar sem fjölmörg lögðust á eitt við að fegra umhverfið í Flóanum.

Nýjar fréttir