8.9 C
Selfoss

Nám í pípulögnum á haustönn 2024 í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Vinsælast

Í FSu er námsframboð fjölbreytt enda upptökusvæði skólans stórt og víðfemt. Í lögum um framhaldsskóla segir að skólum beri að mæta hverjum nemanda og bjóða fjölbreytt nám.

Nemendum skólans hefur fjölgað með árunum og er það ekki síst að þakka miklum áhuga á verk- og starfsnámi. Við heyrum árlega að ekki hafi tekist að veita öllum nemendum skólavist í það nám sem bæði nemendur úr grunnskólum og eldri nemendur sækja um í. Það ræðst ekki bara af því að nemendur uppfylli ekki skilyrði námsins heldur er oft ekki pláss í náminu vegna aðstöðuleysis, vöntunar á kennurum eða mikillar aðsóknar. Það skal tekið fram að nemandi undir 18 ára aldri nýtur fræðsluskyldu sem hefur í för með sér að uppfylli hann inntökuskilyrði gengur hann fyrir nemanda sem er eldri en 18 ára um pláss í námi.

Svar okkar við þessari stöðu gagnvart eldri nemendum var að stofna síðdegisnám í húsasmíði og rafvirkjun á vorönn 2021. Það gafst vel og tókst að fylla báða hópa. Nemendurnir í húsasmíði og rafvirkjun hafa nú lokið námi. Kennslan sneri eingöngu að fagbóklegu og verklegu námi í iðngreininni.

Það þarf seiglu og úthald til að vera í námi með vinnu og hafa nemendur okkar sýnt að sé áhugi nægur gengur það. Lítið sem ekkert brottfall hefur verið í kvöldskólanum.

Einstaklingur sem unnið hefur í ákveðinni iðngrein í a.m.k. 3 ár og er orðinn 23já ára á rétt á að fara í raunfærnimat í grein sinni. Það gengur út á að meta reynslu og færni viðkomandi til eininga sem nýtist beint í það nám sem við á. Iðan fræðslusetur annast skipulag slíks mats og auglýsir í gegnum fagfélög iðngreina. Hægt er að lesa meira um raunfærnimat á vef Iðunnar.

Að undanförnu höfum við stjórnendur FSu átt gott samtal við fagaðila í pípulögnum og afrakstur þesserkennsla var hafin í pípulögnum sl. janúar. Námið tekur 4 annir (2 ár) og hefur verið kennt síðdegis eins og „kvöldskólinn“ sem nefndur var hér að ofan. Einnig er kennt einstaka laugardagafyrir hádegi. Þessi áætlun fer að sjálfsögðu eftir því hvort okkur takist að fá nægilega marga nemendur í námið eða a.m.k. 12 nemendur. Aðstaða fyrir pípulagnir er til staðar í Hamri, verknámshúsi okkar.

viljum við kanna hvort forsenda sé fyrir því að taka inn einn nýjan hóp í pípulögnum í haust.

Því viljum við hvetja áhugasama til að hafa samband við skólann og leita frekari upplýsinga og sækja um hið fyrsta. Umsóknareyðublað er að finna á www.fsu.is

Það er von okkar í FSu að okkur takist að efla iðn- og starfsnám í skólanum og styrkja þar með okkar öfluga skóla enn frekar.

Olga Lísa Garðarsdóttir,
skólameistari FSu

Nýjar fréttir