1.7 C
Selfoss

Mölunarverksmiðjan – Íbúafundur áhugafólks um þróun samfélags 

Vinsælast

Íbúar, hagsmunaaðilar og fræðafólk koma fram á tvennum íbúafundum þar sem ræða á um mölunarverksmiðju Heidelberg og mál sem snúa að því verkefni, en íbúar í Ölfusi kjósa um það samhliða forsetakosningum. Fundirnir verða á Eldhestum þriðjudagskvöldið 14. maí kl. 20 og í Grunnskólanum í Þorlákshöfn miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20.

Á fundinum fara íbúar, hagsmunaaðilar og fræðafólk yfir sína sýn á verkefnið og gögn sem birst hafa opinberlega. Á meðal fundagesta verður fulltrúi frá Landvernd og Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water, sem áður hét Landeldi, en auk þeirra kemur einnig fulltrúi frá Hafrannsóknarstofnun á fundinn sem haldinn verður í Þorlákshöfn.

Fundarstjóri á Eldhestum verður Bryndís Sigurðardóttir og í Þorlákshöfn Tómas Guðbjartsson.

Fulltrúar H og B lista standa fyrir fundinum en koma fyrst og fremst fram sem íbúar sem hafa áhuga á þróun samfélags og vilja standa fyrir upplýstri umræðu.

Nýjar fréttir