8.9 C
Selfoss

Óður til Ölfusár

Vinsælast

Í síðustu viku fengum við sent hugvekjandi ljóð um Ölfusá, frá nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Vakti birting ljóðsins gleði hjá Benedikt Jóhannssyni en hann ólst upp í Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi. Hann lærði ungur að meta fegurð Ölfusár og sendi okkur hugljúfan texta um Ölfusá sem hann samdi við lag Vincent Scotto, Under The Bridges of Paris, til að vekja fólk enn frekar til vitundar um fegurð árinnar og gildi hennar.

Ölfusá

Blítt streymir Ölfusá
yndi´er að mega sjá,
úr Hvítá og Sogi hjá Selfossbæ
sína leið rennur æ.

Við fjörugan fuglasöng
finnast ei dægrin löng.
Af nærgætni annast þeir ungana smáu,
indælt er lífið hjá hreiðrunum lágu.

Í fjarlægð með fjallahring,
fegurðin allt um kring,
við búum og lofsyngjum land það og haf
sem lífið og þróttinn gaf.

Benedikt Jóhannsson

Nýjar fréttir