6.7 C
Selfoss

Lög Tom Jones, Skálmaldar og Presley í Selfosskirkju á miðvikudag

Vinsælast

Karlakór Rangæinga stendur fyrir vortónleikum í Selfosskirkju kl 20, miðvikudaginn 17. apríl nk.

„Árlegt vortónleikaferðalag kórsins er byrjað, við hófum leikinn í Leikskálum í Vík í gær, við verðum í Selfosskirkju næsta miðvikudag, síðan í Áskirkju í Reykjavík 18. apríl og sláum botninn í tunnuna með tónleikum heima í Hvolnum laugardaginn 20. apríl. Þessir tónleikar verða með öðru sniði en við erum vanir, í haust tók við kórnum nýr kórstjóri, Stefán Þorleifsson, sem kom inn með nýjar áherslur og í dag má segja að þetta verði hálfgerðir popptónleikar karlakórsins. Meðal annars syngjum við lög eftir Jónas Sig, Presley, Tom Jones, Sjálmöld og  Magga Eiríks svo þetta er mjög fjölbreytt og mega gestir búast við góðri stemningu. Við verðum með góða hljómsveit og fjölbreytt lagaval. Það er orðið töluvert af ungum mönnum í kórnum og nokkrir þeirra syngja einsöng, allir viriklega flottir strákar í kringum tvítugt,“ segir Erlendur Árnason, formaður kórsins í samtali við DFS.is.

Þeir Hróbjartur Heiðar Ómarsson, Bragi Þór Hansson, Sigurður Matthías Sigurðarson og Sveinn Skúli Jónsson syngja einsöng og hljómsveit kórsins skipa engir aðrir en þeir Sveinn Pálsson á gítar, Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur, Árni Óla á bassa og Stefán Þorleifsson á hljómborð.

Miðasala á alla tónleikana fer fram við dyr, posi verður á staðnum og eflaust betra að mæta fyrr en seinna til að tryggja sér gott sæti.

Nýjar fréttir