2.3 C
Selfoss

Vorstillur og sumarglennur „Spring calm and summer glitz“

Vinsælast

Myndlistarfólk úr S-hópnum, einstaklingar sem hafa kynnst á námskeiðum hjá Stephen L. Stephen í Myndlistaskóla Kópavogs frá árinu 2020, standa fyrir málverkasýningu í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, Mánamörk 2 frá 13.-28. apríl nk.

Vorstillur og Sumarglennur varð til fyrir tilviljun. Smári húsvörður félagsheimilis Sjálfstæðisflokksins kom að máli við mig og spurði hvort ég þekkti ekki fólk sem hefði áhuga á að setja upp sýningu. Þannig kom það til að ég spurði nemendur Stephens L. Stephens í Myndlistarskóla Kópavogs hvort þeir vildu taka þátt og sýna málverk af gróðri í víðum skilningi og í einhverri mynd, blóm, ávexti, gras, runna og kyrralífsmyndir,“ segir Árni Svavarsson, sýningarstjóri.

Sýningin verður opin á milli klukkan 14-18 helgarnar 13.-14. apríl, 19.-21. apríl og 25.-28. apríl.

Sýnendur eru þau Aðalbjörg Þórðardóttir, Airina Kvedaraite, Árni Svavarsson, Bjarnveig Björnsdóttir, Bragi Einarsson, H. Kristjánz L (HKL), Ingibjörg Sverrisdóttir, Júlía Petra Andersen, Maja Loebell, Ruth Jensdóttir, Sigríður Dúa Goldsworthy, Stefanía Ósk Ómarsdóttir, Þórdís Þórðardóttir og Þórdís Zoëga.

Nýjar fréttir