11.1 C
Selfoss

Guðmunda og Gyða sigruðu fimmganginn

Vinsælast

Í gærkvöldi fór fram fimmgangur í Suðurlandsdeild SS á Hellu en þar skipa liðin áhugamönnum og atvinnuknöpum.

Í flokki áhugamanna sigraði Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir en hún stóð efst eftir forkeppni og hélt sinni stöðu og stóð efst eftir úrslitin með einkunina 6,38. Á hælum hennar kom síðan Ívar Örn Guðjónsson einnig úr hestamannafélgainu Sleipni með einkunina 6,14.

Liðsfélagi Gyðu Sveinbjargar hún Guðmunda Ellen Sigurðardóttir sigraði síðan atvinnumannaflokkinn  á Esju frá Miðsitju en hún stóð einnig efst eftir forkeppnina og hélt sínu striki í úrslitun og sigraði örugglega með einkunina 6,76.

Gyða og Guðmunda keppa báðar fyrir lið Hrafnshaga/Efsta-Dals II sem sigraði jafnframt liðakeppni kvöldsins,  en einungis er um liðakeppni að ræða í stigasöfnun yfir öll mótin.

Hestamannafélagið Sleipnir

Nýjar fréttir