0 C
Selfoss

Hrossaveisla og skemmtikvöld í Hvíta húsinu

Vinsælast

Allur ágóði af kvöldinu rennur til Krabbameinsfélagi Árnessýslu

Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi ásamt Hvíta húsinu á Selfossi ætla að halda Hrossaveislu og skemmtikvöld síðasta vetrardag, 24. apríl kl. 19. Þar koma fram meðal annars Guðni Ágústsson og Ásmundur Friðriksson ásamt tónlistaratriði. Á boðstólum verða hrossabjúgu, saltað hrossakjöt og tilheyrandi meðlæti. Barinn verður opinn.

Takið frá kvöldið, kveðjum veturinn með stæl og styrkjum gott málefni í leiðinni.

Miðasala hefst 9. apríl á hvíta.is og í Mömmumat. Frábært verð 4.900 kr.

Nýjar fréttir