0 C
Selfoss

Þorpin og sköpunarkrafturinn

Vinsælast

Ideas Factory Association (FIA) í Búlgaríu og Gullkistan, miðstöð sköpunar á Laugarvatni kynna samstarfsverkefnið Revitalizing Villages with Access to Culture // Endurlífgun þorpa með aðgengi að menningu. Verkefnið raungerðist í  frjóu samstarfi 15 búlgarska listamanna og Ideas Factory Association ásamt Gullkistunni, miðstöð sköpunar sem varð samstarfsaðili. Markmiðið var að leita áræðinna leiða til að örva skapandi hugsun í 6 þorpum á jaðarsvæðum þar sem samdráttur er ríkjandi.

Verk sýnd í Gullkistunni

Laugardaginn 6. apríl kl. 11-17 verða 15 verk búlgarska listamanna sýnd í Gullkistunni miðstöð sköpunar, Dalbraut 1, Laugarvatni. Verkin sem sett verða upp á Laugarvatni sýna afrakstur þeirra 15 búlgörsku listamanna sem dvöldu, í einn mánuð hver, í einhverju  þorpanna sex sem tóku þátt í verkefninu BABA residence. Þorpin eru í Norðvestur-Búlgaríu, fátækasta héraði landsins. Listamennirnir bjuggu inni á heimilum, voru þátttakendur í heimilislífinu og stóðu fyrir fjölda menningarviðburða á meðan á dvölinni stóð. Sýningin á Laugarvatni og umræður henni tengdar endurspegla gefandi samstarf Gullkistunnar og Ideas Factory  í leitinni að framsæknu líkani til að efla þorp í gegnum skapandi starfsemi. Nöfn listamannanna eru: Aneta Mankovska (myndhöggvari og handverk), Antoaneta Quick (myndlistarmaður), Elena Stoycheva (kvikmyndaleikstjóri), Evgeni Mladenov (myndlistarmaður), Illiyana Grigorova (ljósmyndari), Kalin Mihov (listmálari), Maria Makedonska (teiknari og kvikmyndagerðarmaður), Mirela Karadzhova (myndlistarkona og móðir 24/7), Monika Igarenska (myndhöggvari), Nicola Zambelli (kvikmyndagerðarmaður), Sarah Craycraft (þjóðsagnarithöfundur og ljósmyndari), Stoyan Kostadinov (tónlistarmaður og semur ljóð), Vasil Kostadinov (landfræðingur og fararstjóri), Viktoriya Velcheva (vídeólistamaður), Yoana Shopova (tónlistarmaður).

Nýjar fréttir