-2.8 C
Selfoss

Íslandsglíman haldin á Laugarvatni

Vinsælast

Íslandsglíman 2024 fer fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni laugardaginn 13. apríl klukkan 13:00, þá í hundraðasta og þrettánda skipti. Í kvennaflokki er keppt um Freyjumenið en hlýtur sigurvegarinn sæmdarheitið Glímudrottning Íslands. Í karlaflokki er keppt um Grettisbeltið, elsta verðlaunagrip á Íslandi, og hlýtur sigurvegarinn sæmdarheitið Glímukóngur Íslands.

Skráningar skulu berast fyrir sunnudag 7. apríl á netfangið gli@glima.is og með skráningu skal fylgja fullt nafn og félag.

Nýjar fréttir