1.1 C
Selfoss

Elísabet gefur út sitt fyrsta lag

Vinsælast

Söngkonan Elísabet Björgvinsdóttir hefur gefið út sitt fyrsta lag. Margir muna eftir Elísabetu úr Idol-keppninni á Stöð 2. Einnig sigraði hún söngkeppni NFSu í nóvember 2022.

Lagið tók hún í áheyrnarprufunni sinni í Idol en nú hefur hún þýtt lagið á íslensku. Lagið heitir Ókunnug lönd og er einkar fallegt lag þar sem hún heiðrar minningu afa síns.

Hægt er að hlusta á lagið inni á Spotify.

Nýjar fréttir