-0.5 C
Selfoss

Ostabuffin hennar mömmu

Vinsælast

Lilja Dögg Erlingsdóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Jæja þá er víst komið að mér, takk kærlega fyrir áskorunina Unnur mín.

Þar sem mér finnst allt sem mamma eldar yfirleitt mun betra en það sem ég geri í eldhúsinu þá ákvað ég að deila með ykkur mínum uppáhalds mat úr æsku. Ostabuffin eru sá réttur sem ég bið mömmu oftast að elda þegar ég kem í mat til mömmu og pabba. Einfaldur hversdagsréttur eins og þeir gerast bestir, borinn fram með strangheiðarlegri kartöflumús og bökuðum baunum.

Ostabuff

500 gr. Nautahakk
2 dl rifinn mozarella ostur
1-2 dl brauðraspur
1 egg
1 laukur
Olía til steikingar

Fyrst er hakk, ostur, raspur og egg sett saman í skál og öllu blandað vel saman. Því næst eru buffin mótuð. Olía hituð á pönnu og buffin steikt ásamt lauknum þar til buffin eru orðin vel brúnuð á báðum hliðum.

Sósa

2 dl vatn
4 tsk. Tomato paste
2 dl rjómi

Þegar buffin eru orðin vel brúnuð á báðum hliðum er vatni, tomato paste og rjóma bætt út á pönnuna. Þegar búið er að blanda öllu saman er lok sett á pönnuna og látið malla í u.þ.b. 10 mínútur.

Borið fram með kartöflumús og bökuðum baunum.

Ég ætla að skora á vin minn og mikinn meistara í eldhúsinu, Jón Lárus Stefánsson að vera næsta matgæðing vikunnar.

Nýjar fréttir