0 C
Selfoss

Hamar bikarmeistari fjórða árið í röð

Vinsælast

Karlalið Hamars í blaki tryggði sér bikarmeistaratitilinn, fjórða árið í röð, eftir nokkuð öruggan 3-0 sigur á Þrótti/Fjarðarbyggð í bikarúrslitaleik í Digranesi á laugardag.

Hamar vann fyrstu hrinu 25:19, aðra 25:17 og þriðju 25:16.

Hvergerðingar hafa sýnt framúrskarandi spilamennsku í bikarkeppninni á síðustu árum og eru sömuleiðis  á toppi úrvalsdeildarinnar í blaki í ár.

Nýjar fréttir