6.7 C
Selfoss

Steikt hjörtu og Ítalskur kjötréttur að hætti mömmu

Vinsælast

Unnur Ingadóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Takk elsku Anna mín fyrir áskorunina. Þetta er sko áskorun í lagi.

Það er nú erfitt að koma á eftir svona ástríðukokki sem skellir dýrindis réttum fram úr erminni með dassi og alltaf mjög góður matur hjá henni. Ég þarf yfirleitt að hafa uppskrift og hvað mikið á að vera af hverju hráefni. Þar sem Anna nefndi mömmumat þá er best að koma með 2 gamlar og góðar uppskriftir sem eru alltaf vinsælar.

Steikt hjörtu

4 meðalstór hjörtu
1 laukur
2 lárviðarlauf
1 tsk. salt
1/8 tsk pipar
olía til steikingar
4 – 5 dl vatn

Sósan

4 msk. hveiti
1 dl kalt vatn eða mjólk
sósulitur

Hjörtun eru þvegin, þerruð og skorin í 4 – 8 hluta. Brúnuð í vel heitri feiti og látin í pott með vatni og salti. Laukurinn er skorinn smátt, steiktur létt og látinn í pottinn ásamt lárviðarlaufum. Soðið í 30 – 40 mín.

Sósan er jöfnuð með hveitijafningi og krydduð eftir smekk.

Borið fram með kartöflum eða kartöflumús.

Ítalskur kjötréttur

750 gr lambakjöt (frampartur)
2 laukar
olía til steikingar
1 tsk. salt
1/8 tsk. pipar
1/2 dl. tómatkraftur
4 dl vatn

Sósan

1 dl vatn
2 msk. hveiti

Kjötið er hreinsað, brúnað á pönnu og látið í pott. Laukurinn er sneiddur og brúnaður, – lagður ofan á kjötið. Vatni og tómatkrafti er hellt yfir. Kjötið er soðið í 30 – 40 mín. eftir stærð bitanna.

Sósan er jöfnuð með hveitijafningi.

Best er að bera fram með kartöflumús.

Ég ætla að skora á Lilju Dögg Erlingsdóttur að deila með okkur góðri uppskrift í næsta blaði.

Nýjar fréttir