8.9 C
Selfoss

Þróunarverkefni leikskólans Goðheima 

Vinsælast

Geymast mér í minni myndir bernskunnar  

Verkefnið Geymast mér í minni myndir bernskunnar snýr að vellíðan leikskólabarna. Mikilvægt er að þær myndir sem geymast í huga barns til fullorðinsára séu teknar á þeim stundum sem barnið upplifir vellíðan, sé meðvitað um eigin tilfinningar og styrkleika og geti sýnt sjálfu sér og öðrum vinsemd og virðingu og að þær stundir séu ráðandi í lífi þeirra. 

Verkefnið fékk styrk úr sprotasjóði. Styrkurinn nýtist til fræðslu kennara, starfsfólks og foreldra. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðri geðheilsu og vellíðan barna. Unnið verður með styrkleika barnanna og að þau öðlist færni til að takast á við þær áskoranir sem þau mæta á lífsleiðinni. Til að það markmið náist er mikilvægt að starfsfólk og foreldrar tileinki sér aðferðir og noti verkfæri sem stuðla að góðri geðheilsu í starfi með börnum þar sem leikur er námsleið. 

Þróunarverkefnið er unnið í samstarfi við Hugarfrelsi og Rúnu Sif Stefánsdótturdoktor í Íþróttaog heilsufræði. Eigendur Hugarfrelsis þær Unnur Arna Jónsdóttir ogHrafnhildur Sigurðardóttir hafa unnið með leikskólanum frá stofnun hans og aðstoðaðvið innleiðingu á núvitund, slökun og hugleiðslu inn í skólastarfið. Unnur hefur lokiðdiplómanami á meistarastigi í sálgæslu og viðskiptafræði fráog Hrafnhildur hefurlokið diplómanámi á meistarfstigi í sálgæslu, grunnskólakennaraprófi fráog 8. stigií ljóðaog óperusöng frá Söngskólanum í Reykjavík.  Kennsluaðferðir Hugarfrelsis byggja á aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Rúna Sif Stefánsdóttir hefur verið með fræðslu fyrir starfsfólk og foreldra um svefn bæði barna og fullorðinna. En svefn er ein af grunnstoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu ásamt reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði og vellíðan. Á meðan við sofum á sér stað ákveðið líffræðilegt ferli sem endurnærir líkama og sál og í raun má segja að við séum að „hlaða batteríin“ meðan við sofum. Svefn tilheyrir því frumhegðun allra lífvera og er ein af grunnstoðum lífsins. 

Samstarfsaðilar hafa nú þegar haldið eitt námskeið bæði fyrir starfsfólk og foreldra og verður seinna námskeiðið haldið í febrúar. Á fyrra námskeiðinu Núvitund, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla í leikskólastarfi var farið yfir mikilvægi svefns og hvernig nota má núvitund, slökun og hugleiðslu í hefðbundinni kennslu og uppeldi með börnum. Einnig var fjallað um áhrif snjalltækja á börn. Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Hlutverk foreldra er að setja mörk og skapa tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoða börnin við að finna ánægju fjarri skjánum.  

Eitt af verkfærunum sem við getum notað til að auka vellíðan bæði okkar sem foreldra og barnanna okkar er að nota núvitund í uppeldinu. Núvitund er meðfædd hæfni. Ungum börnum er eðlislægt að vera í núvitund. Þegar þau eldast og áreitið og álagið eykst geta þau fundið meira fyrir streitu og kvíða og fjarlægst núvitundarástandið. Við sem kennarar og foreldrar þurfum að æfa börn í núvitund, hægja á, vera án þess að gera. Með núvitund fjölgum við verkfærunum sem börn geta nýtt sér til að draga úr kvíða, efla einbeitingu, auka vellíðan, bæta samskipti og efla tilfinningagreind.   

Djúp öndun er verkfæri sem gott er að nota til að draga úr tilfinningasveiflum og auka vellíðan bæði fyrir börn og fullorðna. Djúp öndun dýpkar meðfædda ró og skýrleika hugans, eykur súrefnisupptöku, dregur úr vöðvaspennu, hægir á hjartslættinum og lækkar blóðþrýstinginn. Öndunaræfingar er gott að kenna börnum í gegnum leik. Mikilvægt er að hvetja barnið til að nýta sér æfingarnar sem það hefur lært þegar krefjandi aðstæður koma upp eða þegar tilfinningarnar eru að ná yfirhöndinni.  

Það er nokkuð algengt að börn eigi erfitt með að slaka á og mörg þeirra kunna það einfaldlega ekki. Þess vegna er mikilvægt að kenna börnum að slaka á þannig að bæði líkami og hugur fái hvíld. Í slökunarástandi fer af stað úrvinnsla alls þess sem barnið hefur upplifað þann daginn sem eykur líkur á svefngæðum. Gott er að kenna barni að leyfa sér að slaka á reglulega og sérstaklega þegar það finnur fyrir kvíða, ótta, streitu eða öðru tilfinningalegu ójafnvægi. Einnig er mjög gott að taka slökun með barni fyrir svefninn. Búa til gæðastund foreldris og barns.  

Hugleiðsla er aðferð til að leiða hugann í ákveðna átt, hægja á hugsunum og finna innri ró. Til eru margar leiðir til að hugleiða, hver og einn þarf að finna sína leið. Hugarfrelsi sérhæfir sig í hugleiðslusögum en sú leið hentar börnum afskaplega vel. Hugleiðslusögurnar eru myndrænar ævintýrasögur sem efla ímyndunarafl og einbeitingu sem er mjög mikilvægt í okkar hraða samfélagi þar sem snjalltækum fylgir mikil mötun og börn nýta því síður ímyndunarafl sitt.  

Að anda rólega og hlusta á slökunaræfingu og hugleiðslusögu fyrir svefninn er notaleg stund bæði fyrir foreldri og barn til að stilla af huga og líkama.  

Ó, manstu kyrrlát kvöld 
Er komið sumar var 
og allir léku yfir 
Og engum leiddist þar 
Nú geymast mér í minni 
myndir bernskunar 

Ó, manstu allt sem að 
ungan kætti hug 
Er ímyndunaraflið 
ákaft þreytti flug 
Þeim ævintýraheimi 
ég aldrei gleymi 

Ásgeir Trausti  

Fyrir hönd kennara og starfsfólks Goðheima
Anna Gína Aagestad verkefnastjóri 

Nýjar fréttir