8.9 C
Selfoss

„Vongóð um að þarna finnist heitt vatn“

Vinsælast

Líkt og glöggir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir, hefur starfsfólk Selfossveitna hafist handa við tilraunaboranir á horni Árvegar milli Hótel Selfoss og Selfosskirkju.

Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum, segir í samtali við Dagskrána að rannsóknir á jarðhita á svæðinu lofi góðu. „Í fyrra fundum við vísbendingar um jarðhita sunnan megin við ána, þegar við boruðum annars vegar við Tryggvaskála og hinsvegar í Fosslandinu. Í kjölfarið af því var ákveðið að fara í tvær rannsóknarholur, báðar 900m djúpar, önnur við Hótel Selfoss og hin í Fosslandinu. Ef við finnum heitt vatn getum við rýmkað þær og gert að vinnsluholum. Við erum tiltölulega nýbyrjuð á þeirri fyrri, SE45, komin á um 30m dýpi og það er ekkert að frétta ennþá, en það má búast við því að þetta taki nokkrar vikur og við erum nokkuð vongóð um að þarna finnist heitt vatn. Við erum að leggja lagnir alla leið frá SE40, holunni sem við fundum vatn í í fyrra, norðan megin við ána, búin að skipta um lagnir í brúnni og stækka, þær lagnir geta svo nýst beint niður Kirkjuveg og geta tengst við Eyraveg og þessar sömu lagnir nýtast líka ef við finnum vatn við Árveginn.“

Nýjar fréttir