6.7 C
Selfoss

Árborg selur Björkurstykki 3 á 1,2 millljarða

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur gengið frá kaupsamningi við Jórvík fasteignir ehf. vegna sölu á landinu Björkurstykki 3 á Selfossi. Um er að ræða sölu á landi undir íbúðarbyggð fyrir 1,2 milljarða.

„Þetta er góð sala fyrir Sveitarfélagið Árborg og hefur jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Um er að ræða spennandi uppbyggingarsvæði sem býður upp á möguleika til fjölbreyttrar íbúðabyggðar og verður ánægjulegt að sjá það byggjast upp á næstu árum“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar.

Sveitarfélagið auglýsti í desember sl. til sölu landið Björkurstykki 3 sem er hluti af Stekkjarhverfinu á Selfossi. Um er að ræða 17,5 ha land sem ætlað er undir íbúðabyggð og kaupandi landsins myndi í framhaldinu sjá um deiliskipulagsgerð, hönnun, uppbyggingu innviða og sölu byggingarlóða.

Af fjórum uppbyggingaraðilum sem buðu í landið kom hæsta tilboðið frá Jórvík fasteignum ehf. upp á kr. 1.210.000.800 kr. eða 73% yfir lágmarksverðinu sem var 700 milljónir. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum séð um sambærilega uppbyggingu íbúðahverfis í landinu Jórvík sem liggur að Björkurstykki 3.

Nýjar fréttir