11.1 C
Selfoss

HSK/Selfoss Íslandsmeistarar unglinga

Vinsælast

Lið HSK/Selfoss varð Íslandsmeistari á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Reykjavík 13.-14.janúar sl. Lið HSK/Selfoss sýndi mikla yfirburði á mótinu en liðsfélagar HSK/Selfoss höluðu alls inn 320,5 stigum á mótinu. Lið HSK/Selfoss sigraði í þremur aldursflokkum. Piltar 16-17 ára og piltar 18-19 ára sigruðu sína flokka auk þess sem stúlkur 15 ára unnu einnig sína flokka. Stúlkur 16-17 ára og 20-22 ára enduðu í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá einstakan árangur hjá keppendum UMF. Selfoss sem stóðu sig frábærlega og náðu mörgum Íslandsmeistaratitlum.

15 ára stúlkur: Bryndis Embla Einarsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari, hún sigraði í stangarstökki þegar hún vippaði sér yfir 2,30m og hún varpaði einnig lengst allra í kúlu þegar hún kastaði kúlunni 10,78m. Hún hlaut síðan tvenn bronsverðlaun, bæði í þrístökki og í 4x200m boðhlaupi. Arndís Eva Vigfúsdóttir hlaut silfurverðlaun í kúluvarpi og í 4x200m boðhlaupi vann hún til bronsverðlauna. Aldis Fönn Benediktsdóttir vann til bronsverðlauna í 2000m hlaupi þar sem hún bætti HSK metið í flokki 15 ára þegar hún hljóp á 8:35,02 mín en fyrra metið var í eigu Söru Mistar Sigurðardóttir og var 9:06,15min og í 4x200m boðhlaupi.

16-17 ára stúlkur: Hugrún Birna Hjaltadóttir varð Íslandsmeistari í langstökki þegar hún stökk 5,27m. Hún stökk til silfurverðlauna í þristökki og þrenn bronsverðlaun komu i hennar hlut, í 400m hlaupi, í 60m grind og  í 4x200m boðhlaupi. Ísold Assa Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari í stangarstökki þegar hún sveif yfir 2,70m, hún vann til silfurverðlauna í kúluvarpi og hún vann til þriggja bronsverðlauna, í þrístökki, hástökki og í 4x200m boðhlaupi. Arna Hrönn Grétarsdóttir vann til silfurverðlauna í stangarstökki og hlaut bronsverðlaun i hástökki og í 4x200m boðhlaupi.Sara Mist Sigurðardóttir vann til tvennra silfurverðlauna, í 1500m og 3000m hlaupi og hún vann til  bronsverðlauna í stangarstökki.

18-19 ára stúlkur: Hanna Dóra Höskuldsdóttir vann til bronsverðlauna i 60m grindahlaupi.

20-22 ára stúlkur:. Sunna Maríanna Kjartansdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari, í 200m hlaupi á timanum 29,20s, í langstökki með 4.41m og í þrístökki er hún stökk 9,28m. Hildur Helga Einarsdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi er hún varpaði kúlunni 10.61m.

16-17 ára piltar: Hjálmar Vilhelm Rúnarsson varð þrefaldur Íslandsmeistari, í langstökki þegar hann stökk 6,32m, í þrístökki sveif hann 12,63m og að lokum í kúluvarpi með því að kasta kúlunni 14,31m. Hann vann einnig til þriggja silfurverðlauna, í hástökki, stangarstökki og í 4x200m boðhlaupi. Þorvaldur Gauti Hafsteinsson varð Íslandsmeistari i 800m hlaupi á tímanum 2:00,91min og bætti um leið eigið HSK met í 2 aldursflokkum, 16-17 ára og 18-19 ára en fyrra metið var 2:01,55mín. Artur Thor Pardej hlaut silfurverðlaun í 3000m hlaupi og Vésteinn Loftsson vann til silfurverðlauna í 4x200m boðhlaupi og bronsverðlauna í þristökki.

18-19 ára piltar: Daníel Breki Elvarsson varð Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi á timanum 10,02s. Hann vann til silfurverðlauna í hástökki og langstökki og að lokum vann hann til bronsverðlauna í 400m hlaupi og 4x200m boðhlaupi. Hreimur Karlsson vann til silfurverðlauna í 60m grindahlaupi og  í 4x200m boðhlaupi vann hann bronsverðlaun. Vignir Steinarsson vann til þriggja bronsverðlauna, i hástökki, þrístökki og í 4x200m boðhlaupi og að lokum vann Olgeir Otri Engilbertsson til bronsverðlauna í 4x200m boðhlaupi.

Nýjar fréttir