-3.9 C
Selfoss

Miklar skemmdir á Stokkseyri

Vinsælast

Í ljós hefur komið að sundlaugakarið í Sundlaug Stokkseyrar er mjög illa farið eftir 31 árs notkun.

Ljósmynd: Árborg.

Í tilkynningu frá Árborg segir að ljóst sé að það þurfi að fara í umfangsmeiri viðgerðir á kari Sundlaugarinnar á Stokkseyri, þar sem skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk. Einnig verði farið í að mála potta og hugað verði að viðhaldi á öðrum þáttum á lóð og húsi sundlaugarinnar. Framkvæmdir eru hafnar en vegna umfangs skemmda er óljóst hvenær framkvæmdum lýkur.

Nýjar fréttir