10 C
Selfoss

Fimm sveitir á Sveitakeppni HSK í skák

Vinsælast

Mánudagskvöldið 4. desember síðastliðinn fór fram Héraðsmót HSK í skák í Selinu á Selfossi. Um sveitakeppni er að ræða þar sem liðin eru skipuð fjórum skákmönnum. Um mikið skemmtilegt mót var að ræða þar sem fimm sveitir mættu til leiks.

Úrslit urðu eftirfarandi:

  1. Umf Þór               12 ½ vinningar
  2. Íþr.f. Dímon         10 vinningar
  3. Umf Selfoss           8 vinningar
  4. Umf Gnúpverja       7 vinningar
  5. Umf Þjótandi          2 ½ vinningar

Sveit Umf. Þórs skipuðu þeir Sverrir Unnarsson, Ingvar Örn Birgisson, Erlingur Jensson og Magnús Garðarsson.

Nýjar fréttir