7.3 C
Selfoss

Hvenær koma jólin?

Vinsælast

Nýverið kom út nýtt jólalag með Siggu Beinteins sem heitir Hvenær koma jólin? Lag og texti er eftir Selfyssinginn Björgvin Þ. Valdimarsson.

Lagið er létt og leikandi með kröftugu og grípandi viðlagi. Það getur stundum verið erfitt að bíða eftir jólunum. Textinn fjallar einmitt um það. Nóvember og desember eru dimmustu tímar ársins og því eru jólin kærkomin til að lýsa upp skammdegið með allri sinni ljósa- og litadýrð.

Þetta er fimmta jólalagið sem Björgvin sendir frá sér með þekktum söngvurum en þeir eru auk Siggu Beinteins, Stefanía Svavars (Það eru að koma jól), Dagur Sigurðsson (Jólin okkar), Gissur Páll Gissurarson (Jólastund) og Regína Ósk (Jólasnjór um alla borg). Öll þessi lög er hægt að finna á Spotify.

Nýjar fréttir