9.5 C
Selfoss

Eyrarbakkakonur 

Vinsælast

Jónína Óskarsdóttir.

Glóðvolg úr prentsmiðjunni er úkomin bókin Konurnar á Eyrarbakka, sitthvað af konu minni hverri.

Í bókinni eru viðtöl og frásagnir af 38 konum sem fæddar eru á tæplega hundrað ára tímabili. Það sem konurnar eiga sameiginlegt er að þær hafa allar búið á Eyrarbakka til lengri eða skemmri tíma. Viðtölin eru ýmist við konurnar sjálfar eða ættingja þeirra jafnt konur sem karla. En, áherslan er á konurnar – þær eru í forgangi. Það hefur svo oft brunnið við þegar á að skrifa um konur að freistingin verði meiri að skrifa um karlana í lífi þeirra. Það gerist ekki í þessari bók því henni er ætlað að miðla lífi og menningu kvenna.

Bókin er skrifuð á talmáli sem færir lesanda nær viðmælanda hverju sinni. Í henni má lesa um fjölbreytt líf kvenna á Eyrarbakka og ekki síður ósýnilegu störfin, óáþreifanlega menningararfinn sem konur hafa sinnt í gegnum tíðina og kallast í dag 2. og 3. vaktin.

Ekki eru sagðar sérstakar frægðarsögur heldur sögur af hversdagslífi og störfum kvenna sem hafa breyst í áranna rás.

Í bókinni má lesa um uppeldi, menningu, mat og menntun, kvennabaráttu og verndun húsa, handverk og garðyrkju, félags- og frumkvöðlastörf, veikindi og missi, lífsbaráttu og sjálfsbjargarviðleitni – en líka vináttu, samhjálp og góða granna.

Tilurð bókarinn má rekja til ferða á Eyrarbakka. Þar var höfundur mikið sem barn og fram á rígfullorðinsaldur svo heppin að hafa húsið Eyri sem faðir hennar ólst upp í á Eyrarbakka sem sumarhús. Þar var stundaði fjölskyldan kartöflurækt fram yfir þúsaldamótin. Sortirnar voru gullauga, rauðar, binté og Helga. Þegar ekið var í gegnum þorpið sagði móðir höfundar sögur af húsum og fólki frá því hún var að alast upp. Þorpið lifnaði við með innsýn í annan tíma og konurnar á Eyrarbakka voru aldeilis ekki ósýnilegar í þessum sögum.

Þetta er fyrsta bók höfundarins Jónínu Óskarsdóttur sem er ættuð frá Ásabergi og Eyri á Eyrarbakka og Jónína Aldís Vålerhaugen sem er uppalin í foreldrahúsum á Búðarstíg á Eyrarbakka er einnig með þrjú viðtöl í bókinni.

Nýjar fréttir