8.9 C
Selfoss

Elvar Þormarsson knapi Geysis 2023

Vinsælast

Á laugardagskvöld fór fram uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Geysis í Hvolnum á Hvolsvelli. Uppskeruhátíðin var virkilega vel sótt og áttu Geysismenn frábært kvöld. Elvar Þormarsson var kjörinn knapi Geysis fyrir árið 2023, en hann var einnig kjörinn íþróttaknapi félagsins. Hér að neðan er heildarlisti yfir verðlaun sem veitt voru á hátíðinni.

Knapi Geysis
Elvar Þormarsson

Gæðingaknapi Geysis
Vignir Siggeirsson

Íþróttaknapi Geysis
Elvar Þormarsson

Skeiðskálin
Hans Þór Hilmarsson

Ungmenni Geysis
Jón Ársæll Bergmann

Heimahagabikarinn – Áhugamaður Geysis
Sarah Maagard Nielsen

Mjölnisbikarinn
(Hæsta einkunn í tölti)
Arnhildur Helgadóttir og Vala frá Hjarðartúni (8.13)

Keppnishestabú Geysis
Strandarhjáleiga

Ræktunarbú Geysis
Fákshólar

Sjálfboðaliði Geysis
Páll Briem

Hryssubikar Geysis
Hlýtur sá Geysisfélagi sem er ræktandi og eigandi af hæðst dæmdu hryssu í kynbótadómi á árinu.
Hrönn frá Fákshólum (8.55)

Stóðhestabikar Geysis
Hlýtur sá Geysisfélagi sem er ræktandi og eigandi af hæðst dæmda stóðhest í kynbótadómi á árinu.
Geisli frá Árbæ (8.60)

Hæðst dæmdu hross ræktuð af Geysisfélaga

 • 7 vetra og eldri
  • Hryssa – Katla frá Hemlu – 8,79
  • Stóðhestar – Kraftur frá Eystra-Fróðholti – 8,46
 • 6 vetra
  • Hryssa – Hrönn frá Fákshólum – 8,68
  • Stóðhestur – Geisli frá Árbæ – 8,60
 • 5 vetra
  • Hryssa – Edda frá Rauðalæk – 8,37
  • Stóðhestur – Þórshamar frá Reykjavík – 8,45
 • 4 vetra
  • Hryssa – Nóta frá Sumarliðabæ 2 – 8,37
  • Stóðhestur – Álfatýr frá Skíðbakka I – 7,90

Nýjar fréttir