11.1 C
Selfoss

Innsti Kjarni afhentur hæstbjóðendum

Vinsælast

Í októbermánuði stóð Krabbameinsfélag Árnessýslu í samstarfi við Gallery Listasel, fyrir uppboði á málverkinu Innsti Kjarni sem listakonan Ninný færði félaginu að gjöf. Málverkið var til sýnis í Gallerýinu og vakti verðskuldaða athygli. Hjónin Björn Bjarnason og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir áttu hæsta boð í málverkið og veitti Björn því viðtökur þann 1. nóvember.

Krabbameinsfélag Árnessýslu þakkar þeim hjónum fyrir ríkulegan styrk auk þess sem Gallery Listasel og listakonunni Ninný eru færðar einstakar þakkir fyrir þeirra framlag og samstarf.

Nýjar fréttir