0 C
Selfoss

Metstyrkur Lindex í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum

Vinsælast

Tímamótaárangur hefur náðst vegna sölu Bleiku Slaufunnar, fjölnota pokanna og sölu á brjóstahöldurum til styrktar baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.  Í krafti viðskiptavina hefur Lindex lánast að setja met í stuðningi sínum við Krabbameinsfélag Íslands en bleiku pokarnir eru nú að mestu uppseldir.

Metárangur, um 7 millj. kr. ganga til baráttunar

Styrkur sem rennur til Krabbameinsfélags Íslands og samanstendur af sölu Bleiku Slaufunnar, fjölnota pokanna og sölu á brjóstahöldurum Lindex er því sérlega veglegur eða að upphæð rúmlega 7 millj. kr.   Þetta er hæsti styrkur sem Lindex hefur veitt til þessa í baráttu Krabbameinsfélag Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Árlega greinast að meðaltali 916 konur með krabbamein á Íslandi, langflestar með brjóstakrabbamein, 260 talsins.

“Sameiginleg baráttu okkar sem nú spannar meira en  áratug stendur okkur mjög nærri og höfum við í krafti viðskiptavina okkar gert þessa baráttu að okkar.  Við í Lindex höfum þetta sem lykilatriði í vinnu okkar á hverju hausti en stuðningur við starf Krabbameinsfélags Íslands snertir okkur sem og vel flesta með einum eða öðrum hætti.  Við  erum við því stolt og um leið þakklát að geta státað af þessum árangri í krafti okkar frábæru viðskiptavina og samstarfsaðila” segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Samtals er því framlag viðskiptavina Lindex til baráttunnar gegn krabbameinum hjá konum 7 millj. kr. árið 2023

Frá upphafi hafa safnast um 34 millj. kr. með tilstyrk viðskiptavina Lindex til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini.

„Að eiga að samstarfsaðila eins og Lindex er einfaldlega ómetanlegt. Samstarfið hefur vaxið og dafnað og er fjölbreyttara en víðast hvar sem er ljóst að viðskiptavinirnir kunna að meta. Lindex er ekki bara einn af öflugustu söluaðilum Bleiku slaufunnar heldur framleiðir einnig eigin vörur til styrktar átakinu“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Starf Krabbameinsfélagsins er rekið fyrir styrki frá almenningi og fyrirtækjum og Lindex og viðskiptavinir verslananna geta sannarlega verið stoltir af hlutdeild sinni í því. Málið er einfalt, til að ná árangri þurfa allir að leggjast á eitt. Kærar þakkir Lindex og viðskiptavinir!“ bætir Halla við.

Nýjar fréttir