2.3 C
Selfoss

Nautasteik með Birtingarholtskartöflum og Silfurtúnsrauðkáli

Vinsælast

Magnús Helgi Sigurðsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Þvílíkur heiður að fá þessa áskorun frá stjörnukokkinum og goðsögninni Snorra Sigurðarsyni. Sá getur tekið hraustlega til matar síns. Það var mikið sjónarspil í gamla daga að sjá hann borða 2kg af útrunnu hakki án meðlætis eftir hans frægu 3-4 sólarhringa vetrardvala eftir erfiðar helgar.

Ég mun bjóða uppá Nautasteik steikt uppúr nautatólg. Engu skiptir hvaða vöðvi er notaður en ég mæli t.d. með rifjasteik (Rib-eye).

Við ætlum ekki að skemma matinn með baneitruðum fræolíum.

Nautafitan er því lykilhráefnið í þessari uppskrift.

Smjör er góður kostur en nautafitan gefur gott bragð, er enn næringarríkari og hennar helsti kostur er að hún er með gott hitaþol.

Ég kaupi innanmör frá slátrara og útbý tólgina.

Nautatólg

Fitan skorin í litla bita.

Sett í slowcooker eða steikarpott.

Hituð á lágum hita í nokkrar klst.

Bráðnuð fitan sigtuð ofan í krukku og látin harðna.

Þannig geymist fitan inní kæli mánuðum saman og hægt að nota hana til steikingar á öðrum mat, t.d. eggjum eða grænmeti.

Steikin er krydduð eftir smekk.

Tólgin sett á heita pönnu.

Steikin er svo bara elduð eftir kúnstarinnar reglum.

Dælið fitunni á steikina með skeið á meðan steikingin stendur yfir.

Steikin er borin fram með Birtingaholtskartöflum, beint úr görðunum hjá nafna afa mínum ásamt Silfurtúnsrauðkáli, beint úr haus.

Að sjálfsögðu steikt uppúr nautatólginni.

Í eftirrétt býð ég uppá gríska jógúrt með jarðaberjum, bláberjum, hindberjum og hunangi.

Verði ykkur að góðu.

Ég skora á góðvin minn hann Pál Óla Ólason frá Litlu-Sandvík, einn fremsta lækni, gettu betur & útsvarskeppanda þjóðarinnar. Yfir til þín doktor Plóli!

Nýjar fréttir