0 C
Selfoss

Dagbókin Jóra

Vinsælast

Fyrir 32 árum hóf Kvenfélag Selfoss útgáfu Dagbókarinnar Jóru og hefur hún verið aðalfjáröflunarverkefni félagsins síðan. Hópur kvenna vinnur að útgáfunni ár hvert og liggur mikil vinna að baki hverrar bókar. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir leggja lið með auglýsingum og/eða upplýsingalínum og eru þeim færðar góðar þakkir.

Kvenfélag Selfoss styrkir ýmiss konar málefni í nærumhverfi sínu. Meðal annars má nefna Heilbrigðisstofnun Suðurlands, leikskólana, Vinaminni, Sigurhæðir og Sjóðinn góða. Á síðasta ári var ákveðið að láta stærstan hluta hagnaðar af sölu Dagbókarinnar til forvarnarverkefna og hafa hin ýmsu málefni er varða börn og ungmenni notið styrkja.

Kvenfélagskonur munu verða með dagbókina til sölu í Krónunni á Selfossi í nóvember og fram í desember eftir hádegi á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum.

Einnig er hægt að nálgast bækur hjá stjórn og fjáröflunarnefnd félagsins. Netfang joraselfoss@gmail.com.

Nýjar fréttir