11.1 C
Selfoss

Rauði krossinn leitar að Símavinum

Vinsælast

Vinaverkefnið Símavinir er eitt af fjölmörgum verkefnum Rauða krossins, en sameiginlegt markmið allra Vinaverkefna Rauða krossins er að rjúfa félagslega einangrun fólks með því að veita félagsskap/nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðastarf Símavina er unnið út frá þörfum notanda hverju sinni og útfærslur verkefnisins eru því fjölbreyttar.

Sjálfboðaliðar Símavina hringja í einstaklinga 18 ára og eldri af öllum kynjum. Hlutverk sjálfboðaliða okkar er að hringja í þátttakendur úr eigin síma á fyrirfram ákveðnum tíma. Hægt er að hringja hvaðan sem er, en mælt er með að sjálfboðaliðar hringi þaðan sem er ró og litlar líkur á mikilli truflun fyrir samtalið.

Gerð er krafa um að sjálfboðaliðar og þátttakendur í verkefninu hafi náð 18 ára aldri.

Áhugasamir þátttakendur sem og sjálfboðaliðar geta sótt um á vefsíðu Rauða krossins.

Nýjar fréttir