6.1 C
Selfoss

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum

Vinsælast

Nemendur blómaskreytingabrautar FSu fóru, ásamt kennurum, á heimsmeistarakeppni í blómaskreytingum í Manchester á dögunum. Heimsmeistaramót Interflora er stærsti alþjóðlegi viðburðurinn í heimi blómaskreytinga. Mótið hefur verið haldið á nokkurra ára fresti víðs vegar um heiminn allt frá árinu 1972.  „Fulltrúar frá 20 löndum unnu fjölmörg verkefni í 3 daga til þess að skera úr um hver væri sigurvegari. Úrslitakeppnin fór fram fyrir framan 600 áhorfendur og var gríðarlega spennandi. Þessi ferð var mikil upplifun fyrir bæði verðandi og starfandi blómaskreyta. Stefnan er tekin á þáttöku Íslands í næstu keppni,“ segir í tilkynningu frá FSu.

Nýjar fréttir