0 C
Selfoss

Starfakynning á Höfn

Vinsælast

Undirskrift, opnun og kynning á Hreiðrinu

Þann 25. Október stóðu Nýheimar þekkingarsetur fyrir starfakynningu á Höfn en svipaðar stafakynningar hafa verið haldnar þar og á fleiri stöðum á Suðurlandi í gegn um árin.  

Á meðal kynnenda var Háskólafélag Suðurlands sem kynnti Heiðrið frumkvöðlasetur,samstarfsverkefni um netverk fyrir frumkvöðla á Suðurlandi. Í Hreiðrinu geta frumkvöðlar fengið ráðgjöf og leiðsögn um þann frumskóg sem býður þeirra við upphaf sinnar vegferðar, auk þess að hafa aðgang að vinnuaðstöðu og samfélagi annara frumkvöðla. Einnig var tækifærið nýtt til undirritunar samstarfssamnings um verkefnið milli sveitarfélagsins Hornafjarðar, Háskólafélags Suðurlands og Nýheima þekkingarseturs.  

Hugrún Harpa og Kristín Vala hjá Nýheimum verða í hlutverki frumkvöðla”leiðrara” og taka þær á móti áhugasömum í spjall og speglun á nýsköpunarverkefnum. Vinnuaðstaða verður svo í boði á 3.hæð í Litlubrú 1 auk þess sem aðstaða í Vöruhúsi/FabLab stendur frumkvöðlum til boða. 

Það er okkar von að þessi aðstoð og aðstaða verði frumkvöðlum á Höfn til gæfu og muni efla frumkvöðlasamfélagið til góðra verka. 

Háskólafélag Suðurlands

Nýjar fréttir