-0.6 C
Selfoss

Jól í skókassa

Vinsælast

Þó enn sé langt í jólin eru eflaust einhverjir farnir að huga að þeim, að minnsta kosti eru verslanir farna að draga fram jóladótið. Sumum finnst einmitt fátt betra en að byrja snemma og því ekki að nýta jólakraftinn og láta gott af sér leiða? Verkefnið Jól í skókassa er kjörið tækifæri til að gera góðverk. En hvað er Jól í skókassa?

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem hófst árið 2004. Verkefnið snýst um að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika í Úkraínu. Á því svæði sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókassarnir fara meðal annars á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra. Frá Selfossi fóru 131 kassi fyrir jólin 2022 og alls fóru 5575 skókassar frá Íslandi til Úkraínu.

Til að taka þátt í verkerkefninu þarftu að útvega þér skókassa. Í kassann á svo að setja eitt úr hverjum flokki: Skóladót, leikföng, hreinlætisvörur, sælgæti og föt. Kassanum er svo pakkað inn eftir kúnstarinnar reglum og skilað til okkar í Selfosskirkju.

Nánari upplýsingar um hvað má og hvað má ekki fara í kassann er að finna inni á síðunni www.kfum.is/skokassar.

Tekið er á móti kössum frá 21. október í Selfosskirkju. Hægt er að koma með kassana á sunnudögum fyrir messu eða sunnudagaskóla, á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum á milli kl. 13:00-16:00.

Síðasti skiladagur í Selfosskirkju er fimmtudagurinn 2. nóvember.

Nýjar fréttir