5.6 C
Selfoss

Fólk í villu á Ingólfsfjalli

Vinsælast

Í gærkvöldi, mánudagskvöld, barst björgunarsveitum beiðni um aðstoð frá fólki sem gengið hafði á Ingólfsfjall milli Hveragerðis og Selfoss og lenti í villum. Niðamyrkur var komið og treysti fólkið sér ekki til að halda áfram.

Björgunarsveitir úr Hveragerði og Grímsnesi fóru fólkinu til aðstoðar á sexhjólum og bíl. Björgunarfólk kom að fólkinu norðarlega á fjallinu, flutti það á hjólum til móts við heitan björgunarsveitarbíl, sem svo flutti það áfram niður af fjalli. Þar tók lögreglan við fólkinu og kom því áfram á sinn áfangastað.

Nýjar fréttir