11.1 C
Selfoss

Allir út á bleiku skýi

Vinsælast

Snyrtistofan Stella opnar í Kerhólum 11 á Selfossi þann 17. október nk.

Selfyssingurinn Guðlaug Stella Hafsteinsdóttir, iðulega kölluð Stella, er eigandi snyrtistofunnar Stellu. Hún er að hefja störf aftur eftir barneignaleyfi og er þrælspennt fyrir því að komast aftur í stólinn.

„Ég elska að vinna við þetta afþví að mér finnst svo gaman að hjálpa fólki að liða vel með sjálft sig. Það er svo magnað hvað smá litun og plokkun getur gert mikið fyrir sjálfið og fyllt mann af sjálfstrausti og mér finnst svo æðislegt að taka þátt í því. Svo er ég ótrúlegur dundari í höndunum og þarna fæ ég tækifæri a að vinna með höndunum,“ segir Stella í samtali við DFS.is

Stella mun bjóða uppá helstu snyrtimeðferðir á borð við litun og plokkun, vax og andlitsmeðferðir. „Svo verð ég líka með lúxus litun og plokkun, þar sem herðar og háls eru nuddaðar með heitum steinum áður en höfuðið er nuddað og í lokin er augnsvæðið nuddað með köldum steinum og ég er mjög spennt fyrir að bjóða upp á óvissuferðir fyrir þau sem vilja dekur en vita ekkert hvað þau vilja bóka sig í, þá koma þau bara í stólinn til mín og ég kemst að því hvað hentar hverjum og einum og ég lofa því að allir fara út á bleiku skýi!,“ segir Stella og brosir breitt.

Tímabókanir hjá Stellu fara fram inni a Noona appinu eða a Noona.is/snyrtistofastella.

Nýjar fréttir