9.5 C
Selfoss

„Enginn velur að búa langt að heiman ef landið þeirra er öruggt“

Vinsælast

Fjöldi fólks lagði leið sína að hringtorginu við Menntaskólann að Laugarvatni fyrr í dag til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendurnir voru bæði fólk frá Venesúela sem og stuðningsfólk frá Laugarvatni og nemendur Menntaskólans.

Ljósmynd: Þorsteinn Hauksson.

Á skiltum sem mótmælendurnir báru stóð meðal annars: „Við viljum ekki fara til baka því nú þekkjum við að búa ekki við stanslausan ótta.“ „8.000.000 Venezuelabúar á flótta vegna mannúðarkrísu.“ „Í Venesúela er nóg að vera frá Venezuela til að verða fórnarlamb ríkisstjórnarinnar.“ „Í Venesúela getur hver sem er orðið fyrir ofsóknum, ofbeldi eða brotum á mannréttindum. „Enginn velur að búa langt að heiman ef landið þeirra er öruggt.“„Leyfið okkur að sýna að við getum lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags“.

Ljósmynd: Þorsteinn Hauksson.

Boðað hefur verið til frekari mótmæla við hringtorgið hjá brúnni á Selfossi klukkan 12 á morgun, fimmtudaginn 5. október.

Ljósmynd: Þorsteinn Hauksson.

Nýjar fréttir