9.5 C
Selfoss

Sigríður er nýr menningar-, atvinnu-, og markaðsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Vinsælast

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum þann 14. september sl. að ráða Sigríði Hjálmarsdóttur sem menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa hjá Hveragerðisbæ.

Starfið var auglýst 29. júní 2023. Alls bárust tuttugu og sex umsóknir um starfið, þrír drógu sig til baka og voru tuttugu og þrjár umsóknir metnar.

Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju frá árinu 2018 til dagsins í dag. Á árunum 2015 til 2018 var Sigríður menningar- og markaðsfulltrúi Grundafjarðarbæjar. Sigríður hefur einnig starfað sem þýðandi, stundakennari við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem ráðgjafi á sviði samskipta, viðburðarstjórnunar og almanntengsla, sem blaðamaður, fréttastjóri og æskulýðsfulltrúi.

Nýjar fréttir